Litanæringar frá REF

Ég er búin að heyra rosalega mikið um litanæringarnar frá REF og langaði rosa að prófa þær. Þannig að síðast þegar ég fór í strípur á Modus þá ákvað ég að fá mér eina, ég vissi samt ekkert hvaða litur hentaði mér eða hvaða lit ég vildi þannig að ég fékk hann Hemma bara til að velja lit fyrir mig haha.

Hann valdi litinn Ash Blonde sem kælir ljósa litinn og frískar almennt séð bara upp á hárið. Þegar ég nota næringuna þá læt ég hana í allt hárið þegar hárið er svona „towel dry“ ef þið fattið hvað ég meina og bíð í minnstalagi 10 mín. Ég er svo ótrúlega ánægð með þennan lit, hárið verður eins og maður sé nýbúinn í litun og því er næringin tilvalin til þess að nota ef maður er að fara að gera eitthvað sérstakt og vill hafa hárið extra fínt!

Þar sem þetta er lita-næring þá nærir hún hárið ótrúlega vel, dregur fram það besta í litnum, styrkir það og svo er ótrúlega góð lykt af henni. Einnig er hún 100% cruelty free og vegan sem er aldrei verra!