Fáum að kíkja í snyrtibudduna hjá Nadíu í Miss Universe

Nadía Sif tekur þátt í Miss Universe Iceland sem fer fram þann 31 ágúst þ.e. á laugardaginn! Við tókum smá spjall við Nadíu um ýmislegt sem varðar hár og húð ofl.

Hver er þín daglega förðunarrútína? Ég reyni alltaf að mála mig rosa lítið dagsdaglega en ég byrja allavegana á því að nota tonerinn minn frá REF og síðan dagkremið frá REF. Síðan set ég mjög basic förðun á mig, hyljara, smá púður, bronzer, kinnalit, highlighter, maskara og augabrúnagel

Hver er þinn uppáhalds maskari og afhverju? False effect frá Maxfactor, hann gefur sjúklega flotta áferð og lengir augnhárin ekkert smá

Hvar verslar þú helst snyrtivörur? Hjá Hemma á Modus og í Hagkaup

Hvaða stjörnumerki ertu? Ég er krabbi

Hvaða hárvöru notar þú mest? Ég nota lang mest hárvörur frá REF

Hver er þín eftirlætis hárvara? Hármaskinn frá REF

Hvaða vörur fá alltaf að fljóta með í veskið? Lipplumping gloss, varalitur frá Max factor og mini glas af uppáhalds ilmvatninu mínu

Ef þú mættir einungis nota eina snyrtivöru það sem eftir er hvaða vara yrði fyrir valinu? Hyljari allan daginn

Lumar þú á einhverju leynitrixi sem þú týmir að deila með lesendum? Já, nota fljótandi highlighter, ekki púður. Það gefur manni ekkert smá fallega og glowy áferð

Hvaða förðunarlook er auðvelt og klikkar aldrei að þínu mati? Dagsdaglega lúkkið mitt

Hver er þín kvöldhúðrútína? Þrífa makeupið af mér, fara yfir með toner til að loka húðinni og síðan svefnmaski.

Áttu þér einhvern uppáhalds hármaska? Já, hármaskinn minn frá REF

Ef þú mættir bara borða 2 fæðutegundir það sem eftir er, hvað myndir þú borða? Grænmeti og ávexti

Hvað er það skemmtilegasta hingað til við Miss Universe keppnina? Að hafa fengið að vera í þessu ferli með svona æðislegum hóp og sjá þær og mig þróast ekkert smá

Hver eru þín helstu áhugamál? Ég elska að syngja

pulsa eða pylsa? Pulsa auðvitað

Hver eru þín lífsmottó? Vá svo margt þannig ég ætla nefna nokkra hluti. Ekki pirra þig yfir litlum hlut, aldrei hætta að sjá það jákvæða og bjarta í öllu, lifðu lífinu eins og þú vilt og aldrei týna hamingjunni því lífið er of stutt til að gera annað

Er eitthvað spennandi á döfinni hjá þér? Já, halda áfram að elta draumana mína og svo margt en sumt sem má ekki segja strax

Takk fyrir spjallið og gangi þér rosalega vel á laugardaginn!