3 skemmtileg hár tips sem allar stelpur ættu að kunna

1. Margar stelpur eru með fíngert hár sem krullur og spennur haldast illa í.

Eitt af mínum uppáhalds trixum þegar kemur að svoleiðis óþekku hári er að spreyja smá hárlakki á allar “ömmu” spennurnar rétt áður en ég sting þeim niður í höfuðleðrið á dömunni 😉 en án djóks þá er blautt hárlakk alveg málið. Hárlakkið límir hárið og spennuna saman og tryggir þannig góða festu.

2. Spiral twin

Ef þú átt ekki þannig nú þegar mæli ég með að þú farir inn á Aliexpress og pantir þér eitt stykki. Þær eru sjúklega auðveldar í notkun og eru oft notaðar til að festa snúð í hárið. JÁ HANN HELDUR HONUM ALLAN DAGINN!

3. Silki eða satín koddaver!

Silki eða satín koddaver fara miklu betur með hárið okkar og leyfir hárinu að renna mjúklega með okkur þegar við hreyfum okkur í svefni. Bómullar koddaver eiga það til að nudda og erta hárið okkar á margvíslegan hátt.

En svo skemmir ekki fyrir að manni líður eins og á hóteli eða kastala með silki eða satín koddaver.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi getið þið nýtt ykkur þessi skemmtilegu hár tips og þau ykkar sem viljið fylgjast með mér frekar getið addað okkur á social media.

Snapchat: harvorur.is

Instagram: harvorur.is

Kv Hermann Óli

Hermann