Mín uppáhalds naglalökk frá Mavala

Mavala naglalökkin eru í miklu uppáhaldi hjá mér, mér finnst þau þekja vel og haldast lengi á en það finnst mér mikilvægt því ég hvorki nenni né hef tíma til að vera alltaf að naglalakka mig!

Naglalökkin koma í litlum 5 ml. glösum sem hentar mjög vel ef maður er t.d. að fara erlendis og svo er plús að þau eru alls ekki dýr (fyrir alla naglalakkaperrana er það stór plús)!

En allavega, nóg af blaðri, hér koma mínir uppáhaldslitir í augnablikinu.

Þessi litur er allra uppáhalds þessa dagana. Hann er frekar látlaus en samt svo flottur og passar við allt.

WINDSOR er númer tvö! Þessi litur er trylltur. Mæli með!

Black Night nr. 107 er trylltur. Hann er svartur með grænum tónum og smá sanseringu.

Það er auðvitað must að eiga rautt naglalakk og þetta er mitt uppáhalds frá Mavala. Þessi er alveg æpandi rauður og ótrúlega flottur.

Party time nr. 204 er svo ekki síðri fyrir þá sem fíla rautt naglalakk.

Vörurnar fást í öllum helstu apótekum landsins.