Æðisleg REF leave in meðferð

Hver vill ekki fá hitavörn sem gefur manni svo miklu meira en bara hitavörn? Ég er sjálf alltaf með ljósar strípur og slétti hárið mjög mikið. Ég fann að hárið fór að verða frekar þurrt og prófaði þá Ref leave in treatment því mig vantaði góða og sterka hitavörn sem ég gæti notað í blautt hár. Ég fýlaði strax þessa vöru aðallega því hún var ekki bara hitavörn.

Hvað er í þessari vöru? Í vörunni eru prótín sem hafa græðandi áhrif og efni úr plöntum sem eru góð til viðgerðar. Varan inniheldur quinoa prótín sem eru mjög nærandi og innihalda margar vörur frá Ref quinoa prótín. Quinoa prótín styrkir hárið, gerir við og mýkir það. Quinoa prótín inniheldur náttúrulegar amínósýrur og er það oft kallað ,,keratín náttúrunnar“. Ref leave in treatmentið inniheldur líka svokallað colour preserve system sem verndar litinn í hárinu. Þá eru náttúrulegum efnum frá sólblómaolíu blandað saman við efni sem koma í veg fyrir að liturinn í hárinu dofni. Síðast en ekki síst inniheldur varan lífræna kokosolíu sem mýkir hárið.

Ég fann að þessi vara gaf mér mikinn raka og hjálpaði mikið við að fjarlægja allar flækjur í hárinu þegar ég greiddi það eftir sturtu. Ég nota vöruna alltaf strax eftir sturtu í blautt hár og greiði svo í gegnum það og leyfi því að þorna eða blæs það. Ég fann mikinn mun á hárinu mínu þegar ég byrjaði að nota þetta og á þetta núna fastan stað í hárrútínunni minni.

Ég mæli klárlega með Ref leave in treatment! Þessi vara er fullkomin fyrir hár sem er búið að lita og fyrir þær/þá sem nota hita á hárið og vantar þennan auka raka.

Kveðja
Harpa Lind