Æðislegt þurrsjampó frá Milk Shake!

Nýlega fóru hárvörur.is að selja milk shake vörurnar. Ég hef heyrt mikið um þær vörur og ég var strax mjög spennt fyrir því að prófa þær.

Undanfarið er ég búin að vera að nota þurrsjampóið frá þeim og er mjög hrifin af því. Spreyið þurrkar olíu úr hárinu og gerir það mattara. Einnig inniheldur það hemp-fræja olíu sem nærir hárið og hársvörðinn.

Eins og mjög margir þá þvæ ég hárið mitt alltof oft í viku og er alltaf að reyna að minnka að þvo það hvern einasta dag. En eftir að maður er búinn að venja hárið á að vera þvegið hvern einasta dag þá finnst mér hárið virka fljótara fitugt þótt að hárið sé alveg hreint, ef þið fattið hvað ég er að meina haha.

Mér finnst allavega snilld að nota þurrsjampó til að reyna að þvo hárið með sjampói með meira millibili.

Lyktin af þurrsjampóinu er mjög mild og fer eiginlega alveg strax, sem mér finnst mjög góður kostur því ég þoli ekki að hafa einhverja yfirgnæfandi lykt eins og er í sumum. Allt í allt er ég ótrúlega hrifin af þurrsjampóinu og það hentar mér mjög vel. Ég myndi samt ekki mæla með þurrsjampóinu fyrir dökkhærða þar sem þurrsjampóið er mjög ljóst á litinn.