Augnfarðahreinsir frá REF

Ég hef alla mína tíð notað maskara sem er vatnsheldur, ástæðan er einföld, ég er með rosalega stutt augnhár & tárast mikið þannig þetta var eina lausnin fyrir.
En með því að leysa þetta vandamál þá fann ég annað. Að ná maskaranum af. Það hefur verið bras í mörg ár.

Þangað til núna.

Ég kynni til sögunnar – Eye makeup remover frá REF
Hann er 100% vegan – Í honum er td.
– Black Quinoa
– Vitamin B5
– Atlantic Sea Salt

Þetta er það eina sem virkar fyrir mig.
Best finnst mér samt að þegar ég hristi hann er eins & hann sé fullur af glimmeri.

Ég set smávegis í bómullarskífu & maskarinn rennur af, ég þarf ekki einu sinni að nudda. Þaaaaaaað eitt & sér er mesti plúsinn.