Beach sprey frá Sexy hair er fullkomin vara fyrir ,,beachy“ look

Beach spreyið frá Sexy hair er fullkomin vara fyrir þig ef þú villt fá ,,skemmtilega beachy“ áferð og næringu á sama tíma í hárið. Fullkomið sumar look! Beach spreyið er í Healty sexy línunni frá Sexy hair og er hægt að gera ótrúlega margt skemmtilegt og flott með spreyinu.

En hvernig nota ég saltsprey? Til eru fleiri en ein leið til þess að nota saltsprey.

1. Notaðu vöruna í handklæðarþurrt hár (ekki er nauðsynlegt að hafa þvegið hárið með sjampó og hárnæringu áður). Spreyjaðu vörunni í hárið bæði rót og enda og leyfðu því að þorna eða notaðu hárblásara. Þá ættiru að vera komin með skemmtilegt messy beachy look.

2. Ef þú villt fá meiri áferð í hárið notaðu þá vöruna í þurrt hár til að fá fallega lyftingu. Það má nota vöruna bæði í rótina og endana. Með þessari aðferð færðu meiri áferð og meira messy look.

3. Hægt er að nota vöruna í greiðslur og er þá geggjað að blása upp úr spreyinu. Áferðin sem spreyið gefur er fullkomin í updo og aðrar messy greiðslur þar sem maður vill fá fallega náttúrulega lyftingu.

Þessi vara var gerð til þess að gefa ,,beachy“ áferð en á sama tíma gefa hárinu raka en ekki þurrka það.

Í beach spreyinu frá sexy hair er argan olía sem kemur frá argan trénu. Argan olía kemur í veg fyrir slitna enda og gefur hárinu góðan raka. Olían er rík af fitusýrum og hafa rannsóknir sýnt að þær eru bæði góðar fyrir húð og hár. Allar vörurnar í Healthy sexy línunni innihalda soja prótín. Soja prótín er notað í hárvörur til þess að bæta áferð þeirra, styrkja hár og gera við skemmt hár. Þetta prótin gefur hárinu líka ótrúlega góðan raka og glans.

Ég byrjaði að nota þessa vöru þegar ég var að greiða og er þetta uppáhalds varan mín þegar ég er að gera eitthvað messy. Oft getur það reynst erfitt að ná þessum ,,fullkomna messy bun“ og er Sexy hair beach spreyið fullkomið í það og aðrar greiðslur sem eiga að vera fallegar og messy.

Kveðja,
Harpa Lind