Beauty bear vítamín bangsar

Hárvörur.is voru nýverið að byrja að flytja inn Beauty Bear vítamín bangsana. Þessir vítamín bangsar koma í fjórum mismunandi týpum sem eru: Skin, Nail, Hair og Tan. Hver og ein týpa af böngsum er sérstaklega gerð til að ýta undir eða styrkja hvert og eitt.

Ég er núna að prófa Tan týpuna sem ég er mjög spennt fyrir en helstu vítamínin í þeim eru Beta carotene sem verndar húðina gegn sólargeislum og forveri A vítamíns. Bangsarnir hjálpa húðinni líka við að brenna ekki í sólinni og hjálpa gegn sólarútbrotum sem geta myndast þegar húðin er berskjölduð fyrir miklu sólarljósi. Einnig innihalda bangsarnir Acerola sem eru ber sem innihalda mjög mikið af C vítamíni og stuðlar að collagen bindingu sem styrkir húðina.

Bangsarnir eru með mjög góðu ferskju bragði, innihalda engin litarefni, sætuefni, rotvarnarefni eða bragðefni. Þeir eru líka 100% vegan og 100% cruelty free <3