3 vörur á janúar útsölunni fyrir þurra hár-enda
Share
Nýtt ár, nýtt heilbrigt hár. Eins og flest okkar vita dettur "heilbrigt hár" aldrei úr tísku.
Skemmt hár og þurrir endar eru ekki það sama og þess vegna henta kannski ekki sömu hárvörurnar báðum vandamálunum, enda sitthvort.
Ef við erum að nota hárvörur fyrir skemmt hár en erum bara með skemmda enda getur hársvörðurinn orðið fljótt olíukendur og hárið, það vill engin !
3 vörur, hármaski, næringasprey og hár-olía.
Hármaskinn sem ég mæli með heitir "Hair Recovery Masque" frá Leyton House Professional. Öflugur hármaski/meðferð sem styrkir hárið og hársvörðinn.
Inniheldur Rhassoul steinefni, ólífuolíu og sætar möndluolíur. Mikið af Omega 3 fitusýrum, E-vítamíni og magnesíum sem hjálpar til við að koma í veg fyrir klofna enda
Sefar þurran pirraðan hársvörð. Lokar raka og kemur í veg fyrir ofþornun.
Notkun
Notist vikulega eða hálfsmánaðarlega.
Berið í rakt hár og nuddið í hárið. Látið vera í 3-5 mín. Skolaðu.
ath, maskin má fara í hár með hárlengingar.

2 varan sem ég mæli með "Miracle spray hair treatment" þessa vinælu vöru þarf vart að kinna, ég elska sprey útgáfuna, næ að dreifa efninu jafnt með pumpunni yfir hárið. Varan gefur hárinu glans, kemur í veg fyrir klofna enda og hárið fái flóka og gerir hárið meðfærilegra.

3 og síðasta varan, K18 Molecular repair hair oil sem lagar skemmdir og hindrar að frizz eigi sér stað í hárinu þinu.Líftækniolían í vöruni styrkir hárið til lengri tíma ásamt því að mýkja upp hárið. K18 PEPTIDE virkar á sameindastigi til að snúa við skemmdum sem valda úfnu hári með náttúrulegum olíum sem vinna á yfirborði.K18 Olían bætir lit.
Eykur glans og veitir 235° hitavörn. Aðrar upplýsingar : 24 tíma stjórn á hári. 78% minnkun á slitnum endum. 104% aukning á glans í hári. Sannað og prufað á rannsóknarstofu.

3 frábærar hárvörur sem laga þurra enda og eru á verði sem örugglega allir elska..
Ykkar Hermann Óli, hársnyrtimeistari.