Bólurnar nánast hurfu eftir notkun á þessum maska frá REF!

Eins og algengt er þá var Aníta þakin bólum á unglingsárunum og þegar hún varð ólétt létu bólurnar aftur á sér kræla. Hún prófaði andlitsmaskann úr húðlínu hjá hár og húðvörumerkinu REF og við fengum að heyra og sjá hennar árangur.

Maskinn heitir skin enzyme peel face mask og inniheldur AHA/BHA sýru sem örvar endurnýjun húðarinnar.

Af hverju byrjaðir þú að nota maskann frá REF?

Ég byrjaði að nota REF maskann af því að hárvörur frá sama vörmerki eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar andlitshreinsilínan kom varð ég að prófa hana líka.

Ég hef verið þakin bólum alla meðgönguna og hef prófað ýmsa maska og krem. Þegar þessi vara kom úr nýju línunni frá REF ákvað ég að láta verða af því að kaupa mér hann og prófa hann.
Aðspurð um árangurinn segir Aníta að það hefði komið henni á óvart hversu hratt og vel maskinn virkaði. Svo er stór kostur hvað það þarf lítið af honum í hvert skipti!

Svona leit húðin út áður en hún byrjaði að nota maskann.

Hvernig notar þú vöruna?
Ég fer í sturtu, skola andlitið og nudda það með blautum þvottapoka. Að því loknu set ég maskann á mig í 2-3 mínútur og þurrka hann svo af með heitum þvottapoka

Aníta hefur tiltölulega nýlega byrjað að nota maskann og eins og sést á ofangreindri mynd er marktækur munur á húðinni.Takk fyrir að deila árangrinum með okkur. Maskann er hægt að nálgast á Hárvörur.is og Modus hár- og snyrtistofu.