Fólkið í brúðkaupinu sem allir eru að tala um: hinu konunglega auðvitað!

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Harry prins varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að giftast hinni kláru, sterku og flottu fyrirmynd, Meghan Markle. Það má með sanni segja að hann hafi heldur betur dottið í lukkupottinn að fá að eyða lífinu með þessari flottu konu.

Í brúðkaupið mættu auðvitað mörg andlit sem við flest könnumst við úr fjölmiðlum og kvikmyndaheiminum. Hér koma mínar uppáhalds myndir frá brúðkaupinu. Myndirnar tala sínu máli!