Glæsileg og virkilega skemmtileg step by step hárgreiðsla

Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi í hárgreiðslum og þá sérstaklega þegar útkoman er stór glæsileg og virkilega skemmtileg.

Flestar ykkar eiga heima stór skartgripaskrín og leynast þar oft hálsmen, eyrnalokkar og fleiri gersemar sem hægt er að nota í hárið.

Annars er líka alltaf hægt að kíkja í hannyrðaverslanir og þar er oft til alls konar skemmtilegt og fallegt, hvort sem þú föndrar það sjálf eða kaupir tilbúið.

Ég fór í Panduro Smáralind og keypti demanta og perlur með lími og ætlaði aldrei að ná að velja því það var svo margt fallegt til. Ef þú átt kannski fallegt safn heima eða skart mæli ég með því að líma það með augnháralími í hárið. Auðvelt að ná því af og úr hárinu.

Mig langar til að sýna ykkur skemmtilega og auðvelda hárgreiðslu með smá EXTRA og skora á ykkur að prófa sjálf heima.

Það eina sem þú þarft ef þú vilt prófa heima er skraut, teygjur, góða tónlist (mæli með íslensku hljómsveitinni VÖK) og góða skapið!

Skref 1

Skref 2

Skref 3

Skref 4

Skref 5

Skref 6

Á efri myndinni sést greiðslan tilbúin og á myndunum fyrir neðan má sjá hvernig greiðslan kemur út. að framan.

Þau ykkar sem viljið fylgjast með mér þá er snappið mitt harvorur.is
og instagram harvorur.is

þúsund kossar og knús

Hermann Óli