Hairburst gúmmíbangsar fyrir aukinn hárvöxt

*Varan er fengin að gjöf

Ég er nýlega byrjuð að prófa að taka Hair Burst gúmmí vítamínin. En þau innihalda helling af vítamínum sem styrkja hárið, ýta undir hárvöxt og þar af leiðandi brotna endarnir minna. Helstu vítamínin sem gúmmíið inniheldur eru Biotín, Zink, B5, B6 og B12.

Gúmmíin innihalda samt ekki jafn mikið af vítamínum og töflurnar og árangurinn er í takt við það. Svo ef þið eruð að leita af einhverju sem ýtir mjög mikið undir hárvöxtinn og styrkir þá myndi ég mæla með töflunum frá Hairburst frekar en gúmmíinu. En þessi gúmmí eru snilld til að styrkja hárið aðeins og halda því heilbrigðu.

Mér finnst gúmmíin bragðast sjúklega vel en þau eru með jarðarberja- og brómberjabragði. Mér finnst allavega snilld að taka þetta því í fyrsta lagi innihalda þau helling af hollum vítamínum bæði fyrir hárið okkar og okkur sjálf og svo bragðast þau líka svo ótrúlega vel, finnst þetta bara eins og nammi!