Hárvöru minis

Ég eins og mjög margir sem ég þekki er ótrúlega hrifin af öllum svona minis, eins og til dæmis snyrtivörum, húðvörum og hárvörum.

REF Stockholm eru einar af uppáhálds hárvörunum mínum og eru auðvitað fáanlegar í minis og ég bara varð að fá mér þær. Bæði er svo ótrúlega þæginlegt að taka þau með í ferðalög (innanlands og utanlands), snilld til að hafa í ræktartöskunni eða bara eiga því þær eru svo cute!

Þetta eru allavega mínar uppáhalds hárvörur sem ég nældi mér í:

Uppáhalds sjampóið mitt og næring og búið að vera í langan tíma.

Maski úr sömu línu sem eins og sjampóið og næringin styrkir hárið og nærir það extra vel.

Ótrúlega létt og nærandi olía sem ég læt alltaf í endana.

Uppáhalds þurrsjampóið mitt.

Allar þessar vörur fást hjá Modus Smáralind, Modus Glerártorgi og inná Hárvörur.is