Hitavörn!

Mesti skaðin sem við gerum við hárið okkar, og sem við erum flest sek um að gera er að brenna það.

Við erum svo ótrúlega heppin i dag að við höfum endalausa valmöguleika um tæki og tól við að hjálpa okkur að gera greiðsluna skothelda. Vöfflujárn, sléttujárn, krullujárn, hárblásarar svo voru komnir hárblásarar sem áttu að krulla á þér hárið í leiðinni og sléttuburstar.. og valmöguleikarnir enda ekki næstum því þarna.

Mörg okkar treysta á allavega eitt til tvö svona tæki daglega, hárblásarinn og sléttu eða krullujárn. Mörg okkar eru líka sek um að hafa allt á hæsta hita og sterkustu stillingunni til að klára hárið sem fyrst.

Á flestum sléttujárnum er hæsta stillingin 230°C. Ímyndaðu þér núna ef þú myndir skella smákökum inn í ofn á230°C og bíða korter, jú kökurnar myndu brenna.

Sama gildir um hárið á þér, aldrei nota hæstu stillinguna þó svo hún sé þarna í boði. Hún gerir meira slæmt en gott fyrir hárið á þér.

En hvað á maður þá að nota háa stillingu? Eins lága og þú mögulega kemst upp með. Það er best að reyna byrja eins neðarlega í hitanum og þú getur og auka hægt og rólega í hann til að koma í veg fyrir að hárið þitt endi eins og smáköku lýsingin hér fyrir ofan. Því sjáðu til, hiti dregur allan rakan fram í hárinu svo þó hárið lýti kannski sjúklega vel út þann dag þá ertu hægt og rólega að vinna í langtíma skaða.

En þar komum við að hitavörn! Ég get ekki sagt þér nógu mikið hversu nauðsynleg hitavörnin er!
Þegar við berum hitavörn í hárið á okkur erum við að bæta raka í hárið og hitavörnin myndar „varnarhlíf“ yfir hárið á þér.

Hitavörnin getur líka gert hárið á þér meira „smooth“, auðveldara að leysa flækjur úr hárinu og að mínu mati, bætir hitavörnin umhirðu hársins á alla vegu.

Hvernig nota ég hitavörn?
Persónulega þá mæli ég með Ref Stay smooth krem hitavörninni. Ref vörurnar hafa hentað mér og öllum mínum vinkonum fullkomnlega, hvort sem það eru húð eða hárvörur.
Ég ber kremið í handklæðablautt hárið, greiði hárinu og blæs það svo.

En þó svo þú notir hitavörn, þýðir það ekki að þú getir hækkað aftur í öllum græjum og tólum.