Jólagjöfin fyrir hana

Nú styttist óðum í jólin og því ekki seinna vænna en að fara að spá í jólagjöfum. Það er aldrei leiðinlegt að fá húð-og hárdekur í jólagjöf og hægt er að finna ýmsar lúxusvörur hér á Hárvörur.is og Modus hár-og snyrtistofu. Hér eru nokkrar hugmyndir af lúxus vörum í jólapakkann!

Þessi æðislegi maski úr húðlínunni frá REF er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja gera vel við húðina. Maskinn fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lag húðarinnar. Þetta þýðir á mannamáli að húðin verður mjúk eins og barnsrass!

Augnkremið frá REF er 100% vegan og er tilvalið til notkunar bæði kvölds og morgna. Það er kælandi og vinnur á baugum, svo fer lítið fyrir því þannig það er hentugt að taka það með í ræktina t.d. á morgnana fyrir vinnu!

Naglalökkin frá Mavala eru mjög góð og tilvalin til að bæta við jólapakkann. Þetta er minn uppáhalds litur. Hann passar við allt!

Síðast en ekki síst er það serumið frá Olay. Það vinnur gegn öldrun húðarinnar og gefur henni ljóma og frískleika.