Katarína Sif um texturizing sprey frá Sexy Hair

Ég er mjög mikið fyrir það að nota þurrsjampó til að fá meiri fyllingu í hárið og hef undanfarið verið að prófa að nota Texturising Spray Clay frá Sexy Hair til þess að fá meiri lyftingu. Ég er mjög hrifin af því, en spreyið gefur hárinu góða lyftingu, fallega matta áferð, þyngir ekki hárið og gerir það ekkert klístrað eins og sum sambærileg sprey eiga það til að gera.

Spreyið inniheldur einnig ávaxtasýrur og vítamín sem hjálpa til við að verja og styrkja hárið. Spreyið hentar öllum hárgerðum og er mjög auðvelt og þægilegt í notkun <3 [ux_image id="15333"]