Katarína Sif – vörur frá Olay

Mig langaði að segja ykkur frá tveimur vörum sem ég er búin að vera að prófa og er mjög hrifin af. En það eru húðvörur frá bandarískamerkinu Olay. Áður en ég fór að prófa þessar vörur þá þekkti ég Olay merkið nánast ekkert en eftir að ég fór að kynna mér vörurnar og merkið þá sá ég að Olay er risastórt merki sem framleiðir fullt af spennandi vörum.

Fyrst langar mig að segja ykkur frá 2 in 1 Cleanser and Toner en eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta makeup remover og toner saman. Hreinsirinn er mjög mildur og innheldur meðal annars aloe vera og ekkert alkóhól. Hreinsirinn hentar þurri- venjulegri- og blandaðri húð.

Hin varan er næturkremið þeirra fyrir viðkvæma húð. En kremið er helst fyrir þroskaða húð og húð sem er byrjuð að fá fínar línur þar sem kremið hjálpar til við að gera þær minna sýnilegar. Kremið ertir ekki húðina heldur róar hana og gefur henni góðan raka.