Keratín þvottur

*Meðferðin var fengin að gjöf

Keratín hármeðferðir eru orðnar ótrúlega vinsælar og ég er búin að vera mjög spennt fyrir þeim. Keratín styrkir hárið og byggir það upp með helling af vítamínum, andoxunarefnum og fleiri næringarefnum.

Það hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru með „skemmt“ hár eða hár sem er illa farið en ég myndi þó mæla með þessu fyrir alla.
Hefðbundin keratín meðferð endist í 3-7 mánuði í hárinu en svo er líka hægt að fara í Keratín þvott sem endist í 1-2 mánuði í hárinu. Mér fannst sniðugt að prófa þvottinn fyrst og sjá hvernig hann virkaði áður en ég fór í meðferðina.
Eftir þvottinn varð hárið mitt miklu mýkra, rakameira og heilt yfir miklu heilbrigðara.

Meðferðin sléttir einnig hárið og mér fannst það einmitt algjör snilld því vanalega verður hárið mitt frekar úfið en eftir þvottinn var ég nánast laus við það vandamál og í staðinn fékk ég frekar bara smá liði hárið. Meðferðin entist í mínu hári í um það bil 6 vikur.

Hægt er að panta sér tíma í Keratín meðferð og Keratín þvott hjá Modus Smáralind og á Modus Glerártorgi.