Kim Kardashian notar vörur frá Olay!

Í nýlegri færslu á appinu sínu listaði Kim Kardashian upp sínar uppáhalds drugstore húðvörur.

Það vakti athygli mína að hún minntist á dagkrem frá vörumerkinu Olay.

Kim talar um að þær vörur sem hún telur upp hjálpi til við að hægja á öldrunareinkennum húðarinnar.

Hún notar whip dagkremið frá Olay regenerist. Svokölluð „hrukkukrem“ eiga það til að vera frekar feit undir farða. Samkvæmt Kim Kardashian en þetta krem er með óvenju léttri áferð eins og nafnið gefur til kynna.

Kremið er með sólarvörn 25 SPF og formúlan í kreminu var 10 ár í vinnslu. Það er mjög rakagefandi og í því er m.a. hyaluronic sýra, amínó-peptíðar og B3 vítamín.

Ekki skemmir fyrir að kremið er mjög ódýrt og ég held að það sé hægt að kaupa það í Krónunni!