Láttu hár þitt falla – tips til að fá heilbrigðara hár

Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur minni reynslu og ráðum sem hentuðu mínu hári til að vaxa.
Rétt eftir fermingu klippti ég hárið rétt fyrir neðan eyrun, í 3 ár var hárið fast í sömu sídd. Á þessum þremur árum lét ég aldrei klippa af hárinu heldur lét ég á nokkra mánaða fresti særa endana aðeins.

Já mér fannst þetta mjög skrítið. En kannski vert að taka fram að á þessum þremur árum fór ég viðbjóðslega illa með hárið á mér.
Ég notaði engar hárvörur nema þessi beisik sjampó sem þú kaupir út í búð, ég notaði aldrei hitavörn og var alltaf með sléttujárnið í hæðstu stillingunni (augljóslega, fljótari að græja hárið þannig).

Ég var búin að prufa allan lita skalan sem hægt var, ljóst, dökkt, bleikt, appelsínugult.
Það var ekki fyrr en hárgúrúinn minn kom í lífið mitt sem ég fór fyrst að hugsa um hár umhriðuna. Hann hjálpaði mér alveg ótrúlega, bæði að finna vörur sem hentuðu mér og að skilja hver mikilvægt það er að nota góðar vörur í hárið á sér.

Svo, kæru lesendur, núna langar mig að deila áfram því sem ég hef lært og því sem hefur hjálpað mér. Ég auðvitað get ekki fullyrt að þetta muni virka fyrir alla þar sem það vex ekkert hraðar en náttúran og genin ætla því.

Hætta for the love of god að nota pakkaliti!

Ég var brjálaður aðdáandi af pakkalitum og í nokkur ár hentuðu þeir óþolinmóðu mér fullkomnlega. Ódýrt, fljótlegt og aðgengilegt. Ég litaði úr aflituðu í dökkt, vikuna þar á eftir fór ég í eldrautt og vikuna þar á eftir ætlaði ég aftur í ljósan. Ég brenndi hárið á mér svo illa, ég var heppin að hafa ekki endað öll í skallablettum. Þegar ég fór í sturtu var hárið á mér eins og tyggjó og það tók allan daginn fyrir það að þorna
Lækka hitann í tækjunum og byrja nota hitavörn!

Þó svo þægindin að hafa allt í hæðstu stillingu væru mikil, var ég að gera hárinu mínu svo mikið meiri skaða en ég áttaði mig á, skaða sem kannski sást ekki strax en guð hvað ég fékk það allt í andlitið seinna meir.
Velja gott sjammpó og nota það max 2x í viku.

Það eru til helling af youtube videoum sem sýna muninn á þessum beisik ódýru sjammpóum og sjammpóum sem þú getur keypt á hárgreiðslustofu. Ástæðan fyrir því að ég vill bara nota sjammpó max 2x í viku er sú að ég vill helst ekki bleyta hárið oftar en ég þarf. Því í hvert skipti sem ég bleyti það opna ég á því endana.
Hár maski er krúsíal dæmi

Ef þú trúir mér ekki, prufaðu það!

Hár vítamín.

Það er mjög persónubundið hvort hárvítamín virki fyrir þig eða hvaða tegund af þeim henti þér. Ég hef verið að notast við Hair burst for new mums síðan ég var komin 7 vikur á leið og munurinn á hárinu er ótrúlegur! Ég missti mjög mikið af hári eftir fyrri meðgöngu og hárvítamínin hjálpuðu mér við að fá aftur þykka hárið mitt til baka. Ég er ekki lengur með risa stór kollvik eftir brjóstagjöfina og hárið vex mun hraðar en það gerði áður.