Æðisleg sprey frá Leyton house – Katarína Sif

*Varan var fengin að gjöf.

Mig langaði að segja ykkur frá þessu snilldar spreyji frá Leyton House sem ég er búin að vera að nota seinustu vikur. En þetta sprey heitir All Purpose 6 in 1 og ég er búin að vera að nota það ótrúlega mikið.

Spreyið gefur hárinu meiri fyllingu og volume, inniheldur hitavörn, leave in næringu, lokar hárinu svo liturinn haldist betur í hárinu (ef þú ert með litað hár), losar flækjur og gerir við hárið.

Ég spreyja smá yfir allt hárið og líka við rótina og læt hárið annað hvort þorna eða blæs það. Þegar ég hef verið að nota þetta sprey þá hef ég ekki verið að nota olíu í endana, það er auðvitað hægt en mér finnst nægur raki í spreyjinu.

Ég er ótrúlega hrifin af þessu spreyji og vildi að ég hefði prófað það fyrr því mér finnst það algjör snilld og þessi vara er strax orðin ein af mínum uppáhalds hárvörum <3