Mavala Mavadry sprey fyrir þá uppteknu!

Fyrir alla þá uppteknu í amstri dagsins.

Mavala mavadray spray er eins & nafnið gefur til kynna sprey sem maður spreyja á neglurnar eftir lökkun & það tekur aðeins nokkrar sekúndur fyrir lakkið að þorna. Algjör snilld.

Eftir að búið er að setja síðustu umferð af lakki á – Bíddu í 1 mínútu & spreyjaðu svo á neglurnar en passaðu þig samt vel að það séu ekki minna en 30 cm á milli. Það er mikilvægt að passa skartgripi ef þú notar svoleiðis því það getur fallið á þá.

Algjör snilld & hefur breytt svo miklu fyrir mig, núna tekur þetta enga stund!