Dásamleg nætur- og dagkrem frá Olay

Mig langar að segja ykkur frá dagkremi og næturkremi sem ég hef verið að nota frá vörumerkinu Olay. Vörurnar fást í Krónunni og eru á mjög góðu verði, sem er ekki verra.

Dagkrem

Ég hef verið að nota dagkremið undir BB kremið sem ég hef verið að nota og er einmitt líka frá Olay (meira um það síðar). Mér finnst kremið gefa góðan raka undir farða og það hentar því vel dags daglega. Það er fljótt að fara inn í húðina og því auðvelt í notkun undir farða. Þú þarft líka mjög lítið af því í einu. Kremið er hannað með það í huga að það veiti raka í allt að sólarhring. Það er því fullkomið fyrir þá sem eiga langa daga og þurfa á því að halda að farðinn haldist allan daginn. Þá inniheldur formúlan E vítamín og B vítamín.

Næturkrem

Næturkremið er hannað fyrir viðkvæma húð og er laus við ilmefni og olíur sem geta haft ertandi áhrif á viðkvæma húð. Kremið gefur mjög góðan raka yfir nóttina og það hefur reynst vel í vetur þegar kuldinn er mikill og húðin á það til að verða þurr.

Allar Olay vörurnar fást í Krónunni.

Færslan er ekki kostuð. Höfundur fékk vörurnar að gjöf.

Þangað til næst!

xx
Bryndís