Ný æðisleg lína fyrir krullað/liðað hár frá Kérastase Discipline

Ef þú ert ein/einn af þeim sem átt í erfiðleikum með að hemja hárið gæti nýja línan frá Kérastase verið fyrir þig!

Um er að ræða nýja byltingarkennda tækni en vörurnar innihalda bæði pró keratín, sem sléttir yfirborð hársins og vatnsrofið elastín sem gefur uppbyggingu hársins teygjanleika og styrkir hárstráið á snúningspunktum.
Ef þú ert óstýrlátt hár sem lýsir sér t.d. í því að hárið er úfið, flókið og skortir flæði er nýja línan fyrir þig. Hér eru nokkrar vörur úr línunni af mörgum!

Maskinn úr nýju línunni er sérstaklega hannaður með óstýrlátt hár í huga. Maskinn eykur teygjanleika hársins og sléttir og mýkir hárið. Maskinn er borinn í hreint og rakt hár og látinn liggja í 5 mínútur þar til hann er skolaður úr.

Oléo curl idéal styrkir og eykur teygjanleika hársins og sléttir yfirborð auk þess að vera hitavörn!

Liðirnir verða mýkri, vel mótaðir og glansandi. Þessa vöru berðu í rakt hárið eftir sturtu.

Það sem er líka frábært við þessar vörur er að þú getur stjórnað því hvaða áhrif þú vilt fá úr vörunum eins og sjá má á þessari mynd:

Nýja línan inniheldur fjöldan allan af vörum og ef þú ert með óstýrlátt hár mælum við með að þú prófir!