Ný lína frá Kérastase!

Nýlega kom út ný lína frá hárvörumerkinu Kérastase sem heitir Auro Botanica. Línan er gerð með það að leiðarljósi að uppfylla þarfir allra hárgerða og svo eru innihaldsefni línunnar 98% náttúruleg og innihalda engin súlföt, paraben eða sílíkon.

Ég prófaði Bain Micellaire Riche sjampóið, Soin Fondamental hárnæringuna og Lait de Soie kremið. Öll línan lyktar ótrúlega vel enda kemur ilmurinn frá kókosolíu og hnetum, sem gerir hann mildan, náttúrulegan og ótrúlega góðan.

Sjampóið er djúpnærandi í allt að 48 klukkustundir og hentar sérstaklega vel fyrir þurrt hár.

Hárnæringin er rakagefandi og fer vel inn í hárið. Hún gefur hárinu langvarandi næringu og heldur úfnu hári í skefjum.

Kremið er með hitavörn upp í allt að 230°C. Kremið heldur einnig úfnu hári í skefjum, gerir hárið silkimjúkt og gefur hárinu glans.

Allt í allt þá finnst mér vörurnar ótrúlega góðar og henta helst fyrir þurrt hár, allar Kérastase vörurnar fást hjá Hárvörur.is og Modus <3