Nýtt viðtal við Jónu Dóru, Miss Modus Hair

Hver er þín morgunrútína?
Byrja alltaf á morgunmat og vítamínum og síðan er burstað tennurnar. Hoppa í föt og fer annaðhvort út með hundana í lausa göngu eða í ræktina.

Hver er þín kvöldrútína?
Fyrr í sumar setti ég læsingu á símann, þannig ég get ekki notað samfélagsmiðla eftir kl 21:00 og fyrir kl 09:00 að morgni. Svefninn er orðin verulega góður núna. Fer í sturtu oftast áður enn ég fer að sofa, tannbursta og set krem á húðina.

Hvernig farðaru þig daglega?
Er að vinna mikið að setja sem minnst af farða á húðina mína þessa daga. Enn bretti alltaf augnhárin, til að skísa mig upp haha.
Þegar ég vil vera í fínni kantinum; þá nota ég léttan farða, smá maskara, kynnalit, bronzer og ljósan varalit.

Hverjar eru þínar uppáhalds hárvörur?
Sjampo og næringin frá REF er í miklu uppáhaldi hjá mér! Hárið mitt er án efa eh annað eftir að ég byrjaði að nota það. Leyfi síðan hárinu oftast bara að þorna og vera sjálfstætt hahah.

Hverjar eru þínar uppáhalds förðunarvörur?
Makeup forever finnst mér afar góðar vörur. T.d. farðinn frá þeim aðlagast húðlitnum manns, svo maður þarf ekkert að stressa sig í að taka einum tóni of dökkt eða ljóst.

Hverjar eru þínar uppáhalds húðvörur?
Móðir mín hefur alltaf notað húðvörur með náttúrulegu efni í eins og aloe vera, svo ég ólst mikið upp með það og hef smá haldið í þá hefð.

Áttu eitthvað gamalt förðunarslys eða hárslys?
Já, 9undi bekkur var áhugavert tímabil. Farðinn of mikill og í dekkri kantinum, köngulóar augnhár með maskara klessur, hyljari á varirnar sem varalitur. Þetta þótti flott…

Hvaða vöru hár/húð gætir þú ekki verið án?
REF hársjampo og hárnæringuna. Prufaði um daginn eh annað og hárið varð eins og hey… svo þori ekki að breyta til.

Hvað ertu alltaf með í veskinu/töskunni?
Er aldrei með veski á mér. Enn hef fartölvuna mína í tösku fer með hana í vinnuna.
Annars er síminn og litla kortaveskið mitt alltaf í vasanum mínum.


Ertu með einver leynitrix sem tengjast förðun, húð eða hári?

Já, til að láta varalitinn endast sem lengst. Þá er best að setja varalitinn á, klósett pappír ofan á og púðra með púðri á. Varaliturinn helst lengur svoleiðis.
Hemmi kenndi mér um daginn smá leynitrix með að nota Salt spray í hárið þegar það er blautt og svo blása það, try it. You will be inpressed.
Annars besta leynitrixið mitt í förðun er “less is more”!

Hvaða 3 hluti myndiru taka með þér á eyðieyju?
Flugvél til að fljúga til baka, flugmann/konu til að fljúga vélinni og talstöð til að hjálpa mér af eyjunni, ef hitt myndi ekki ganga upp..

Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Ennþá nær markmiðinu mínu að vera orðin fjárhaglega sjálfstæð. Ennþá jafn hamingjusöm með kærasta mínum, fjölsk og vinum.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Systir mín stendur alltaf upp úr, þar sem hún er búin að vera edrú í meira enn ár og sinnir prógramminu svo vel í AA.
Robert Kyiosaki, Tony Robbins, Warren Buffet, Ellen, Oprah ofl.

Hvað er þitt lífsmottó?
Good is the enimie of GREAT

Miss Universe

Hvað fannst þér skemmtilegast við Miss Universe ferlið?
Vinkonurnar sem ég eignaðist. Tvær stelpur komu með mér til Kýpur fyrr í sumar og aðrar tvær að koma með mér núna í byrjun október. Svo það stendur verulega mikið uppúr hve skemmtilegur og traustur hópurinn var/er.
Æfingarnar voru líka alltaf mjög skemmtilegar. Síðan að vera á sviðinu var mikið adrelin boost. OG að fá flottasta titilinn Miss Modus Hair var klárlega hápunkturinn.

Eitthvað sem þú vilt segja við stelpur sem eru að íhuga að taka þátt í Miss Universe?
Ef þú vilt fara út fyrir þægindarammann þinn, æfa þig í sviðsframkomu, göngulagi, auka sjálfstraustið, æfa þig í viðtals spurningum á ensku og eignast framtíðar vinkonur. Þá myndi ég segja að þú hefðir engu að tapa í að prufa.
Þetta er klárlega eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert.


Hvernig finnst þér Miss Universe hafa breytt lífi þínu?

Miss Universe hefur ekki breytt neinu í mínu lífi nema ég er að sjálfsögðu reynslunni ríkari.
Hef klárlega stækkað þægindahringinn minn um örfá sentimetra eftir sumarið. Og þegar maður stækkar hann, þá getur maður svo miklu meira og hugsar alltaf stærra. Ég er alltaf að sækjast í það, gera meira.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Er að fara vinna í samstarfi við hárvörur.is og Modus, er mjög spennt fyrir því.
Núna í október er ég á leiðinni út til Kýpur með skoðunarferð fyrir áhugasama um fastignakaup þar. Einnig er ég á leiðinni á ráðstefnu á vegum Dale Carnegie í Ítalíu. Mjög spennt fyrir því. Svo október er vel þéttur hjá mér.