Ocean mist hársprey!

Ég hef lengi viljað próf svona salt sprey í hárið en hef alltaf verið smá smeyk við að sjá hvernig það kæmi út.

Um daginn fór ég í Modus partý og mér til mikillar gleði var Ocean Mist frá REF í gjafapokanum mínum. Ég hef áður sagt ykkur frá nokkrum REF vörum og hafa þær verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Um daginn var ég í miklu stressi að gera mig til og hafði engan tíma til að laga á mér hárið svo ég prófaði að spreyja Ocean Mistinu í hárið mitt og vá hvað það fór fram úr öllum mínum væntingum! En Ocean Mistið inniheldur steinefni og saltvatn sem gefa hárinu mikið líf og eins og maður hafi verið að koma af ströndinni.

Ég er með frekar mikla liði í mínu hári og fannst mér þetta gera hárið mitt minna fizzy og henta mér einstaklega vel.

Ocean Mistið inniheldur kínóa prótein sem styrkja hárið, er algjörlega cruelty free og 100% vegan.

REF vörurnar fást á Modus Smáralind, Modus Akureyri og inná Hárvörur.is