Paul Mitchell Baby dont cry sjampó

Vegna lýsis-slyss í hári byrjaði ég að nota sjampó í hárið á stelpunni minni. Ég ákvað að fá ráðleggingar frá fagaðila hvað væri gott að nota í hárið á henni þar sem húðin hennar væri mög viðkvæm og var mér þá bent á þetta sjampó.

Eins og nafnið gefur til kynna á ekki að vera vont að fá sjampóið í augað og stendur það alveg undir því. Stelpan mín vill fá að gera allt sjálf, hvort sem það er að klæða sig í sokkana, tannbursta sig eða baða sig, og finnst henni algjört sport að fá að hjálpa til við að setja sjampó í hárið á sér.

Sjampóið freyðir vel í hárinu svo það þarf ekki mikið af því til að það dugi í allt hárið, eins skolast það líka mjög léttilega úr.

Sjampóið virkar líka sem freyðibað sem er algjör snilld.

Sjampóið er svo milt að nánast engin lykt kemur af því en hárið verður eftir tandurhreint og silki mjúkt.