REF – Illuminate

Ég er ótrúlega hrifin af REF Stockholm vörunum og var nýlega að prófa Illuminate Colour sjampóið og hárnæringuna frá þeim. Ég er búin að vera hooked á Ultimate Repair línunni frá þeim og var því ekki alveg viss hvort ég væri jafn hrifin af þessari línu, en vá frá því að ég prófaði línuna í fyrsta skipti kom mér mest á óvart hvað vörurnar gera hárið ótrúlega mjúkt!

Sjampóið verndar, styrkir og viðheldur litnum í lituðu hári og gefur því fallegan ljóma.

Hárnæringin eins og sjampóið verndar, styrkir, viðheldur litnum í lituðu hári, gefur ljóma, nærir hárið ótrúlega vel og dregur úr flækjum.

Vörurnar eru cruelty free og 100% vegan <3 REF vörurnar fást hér inn á hárvörur.is, Modus Smáralind og Modus Glerártorgi