REF Stockholm – hitavörn

Það er ótrúlega mikilvægt að hugsa vel um hárið sitt.

Til þess að hárið okkar blómstri & sé fallegt þarftu að nota hágæðavörur.Alltaf þegar við heyrum orðið “hágæða” þá dettur okkur í hug eitthvað rosa dýrt, en það þarf nefnilega allsekki að vera dýrt.

Ég hef verið að vinna með REF Stockholm vörurnar núna síðan á síðasta ári & finnst þær frábærar!

Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært í gegnum tíðina eru fjórir meginþættir sem virka til þess að hárið sé tiptop : Gott shampoo – Góð næring – Góður hármaski & það sem ég ætla að tala um í dag – Hitavörn.

Hitavörnin frá REF Stockholm er cruelty free, býr til vörn utan um hárið okkar til þess að það brenni ekki þegar við þurrkum eða sléttum það, gefur gljáa & það sem ég elska mest, ilmar svo fáránlega vel! Það þarf allsekki að nota mikið af vörninni svo hún endist & endist.

Ég hef prófað milljón & þrjár tegundir af allskonar hitavörnum en þessi stendur klárlega uppúr.

Hitavörnin fæst hér á hárvörur.is & kostar litlar 2720kr – Sem er gjöf en ekki gjald.

Þangað til næst

Valkyrja Sandra
xx