REF Stockholm – Ultimate Repair hárnæring og sjampó

Eins og þið hafið örugglega tekið eftir þá er ég mjög hrifin af REF Stockholm vörunum og nota þær mikið. Ég hef undanfarið verið að prófa nýtt sjampó og hárnæringu frá þeim úr Ultimate Repair línunni frá þeim og gæti ekki verið ánægðari. Bæði sjampóið og næringin vernda, styrkja og endurbyggja hárið. Svo elska ég líka hvað báðar vörurnar lykta vel.

Í sjampóinu eru kínóa prótein og jurtir sem styrkja og mýkja hárið og formúlan í því er sett saman til að viðhalda litnum í hárinu og gefa því fallegan og náttúrulegan gljáa.

Hárnæringin innheldur einnig kínóa prótein og jurtir sem styrkja og endurbyggja hárið. En næringin kemur í veg fyrir flóka, viðheldur lit og vinnur gegn skemmdum í hárinu vegna hita eða efna. Næringin mýkir hárið líka mjög vel og það er ótrúlega auðvelt að greiða í gegnum hárið eftir að hafa notað hana.

Ég er ótrúlega hrifin af Ultimate Repair línunni og verð eiginlega að fá mér djúpnæringuna þar sem ég er svona ótrúlega ánægð með bæði sjampóið og næringuna.