REF ULTIMATE REPAIR

Eftir að ég prófaði REF Ultimate Repair sjampóið og næringuna þá varð ég mjög spennt fyrir því að prófa djúpnæringuna úr sömu línu þar sem mér fannst og finnst sjampóið og hárnæringin alveg æðisleg!

Ég nota maskann alltaf eftir að ég er búin að þvo á mér hárið og reyni að hafa hárið svona „towel dry“ og ber í endana. Maskinn eins og sjampóið og næringin verndar, styrkir og byggir upp þurrt og skemmt hár eftir efnameðhöndlun og hitajárn.

Maskinn hentar mér ótrúlega vel þar sem mér finnst hann láta endana mína líta út fyrir að vera heilbrigðari þar sem ég er með aflitun í hárinu og nota mjög oft hárblásara og sléttujárn. Einnig verður hárið og endarnir miklu mýkri fyrir vikið.

Allt í allt þá finnst mér öll Ultimate Repair línan frá REF æðisleg og mæli með henni 100% fyrir alla! <3