Sexy hair – color lock hairspray

*Varan er fengin að gjöf

Ég nota alltaf hárlakk í hárið mitt þegar ég er búin að krulla mig, oft þegar ég er með hárið í tagli til að halda litlu hárunum niðri eða þegar ég er með hárið sléttað og slegið ef litlu hárin standa útí loft.

Ég er búin að vera að nota þetta hárlakk frá Sexy hair og er ótrúlega hrifin af því, hárlakkið lyktar mjög vel en lyktin er samt ekkert yfirþymandi eins og hárlökk eiga það til að vera.

Rósa olían í lakkinu hjálpar til við að halda litnum í hárinu lengur og varðveita hann, hún kemur einnig í veg fyrir brot í endum og verndar hárið fyrir frekari skemmdum. Möndluolían nærir hárið og sléttir það. Lakkið inniheldur einnig vernd fyrir útfjólubláum geislum.

Sexy vörurnar fást inná hárvörur.is, hjá Modus Smáralind og Modus Glerártorgi