Sexy hair stay smooth maskinn

*Kynning

Smooth línan frá Sexy hair er sérstaklega hönnuð fyrir fínt og efnameðhöndlað hár. Maskinn inniheldur kókósolíu sem styrkir hárið með því að endurnýja prótein í hárinu.

Ég hef verið að nota þennan maska í nokkra mánuði og finnst helstu kostirnir við hann vera þeir að hann skilur hárið eftir silkimjúkt og rosalega vel lyktandi, hver elskar ekki kókóslykt, minnir á sól, útlönd og sólarvörn!

Maskinn inniheldur líka hitavörn og sléttir úfið hár. Fyrir þá sem eru með litað hár er líka kostur að maskinn á að stuðla að viðhaldi litsins í hárinu með UVA/UVB vörn.

Fyrir þá sem eru með hárlengingar er maskinn tilvalinn og eins fyrir þá sem hafa látið slétta á sér hárið varanlega á stofu.

Svo skemmir ekki fyrir að varan kostar ekki hálfan handlegg!