Skegg sjampó og næring!

Maðurinn minn er núna búin að nota skeggvörur frá Golden Beards í mánuð & er virkilega sáttur með þær.

Ég gef honum orðið.

Skegg sjampóið & næringin frá Golden Beards eru ein mesta snilld sem ég hef prófað. Ég er að vinna þar sem er mikið ryk & þarf ég mikið að vera alltaf þvo mér. Eins & við flest vitum safnar skegg í sig ryki & viðbjóði & auðvitað þarf að þvo skeggið eins & hárið á hausnum & var ég alltaf að nota bara hársjampóið í skeggið líka & uppskar mjög þurra & leiðinlega húð. Síðan er það næringin sem gerir skeggið silkimjúkt & þar af leiðandi auðveldara að greiða & móta. Sem er góður plús fyrir óþolinmóðan mann.
Ég fann greinilegan mun á skegginu & húðinni eftir fyrstu þvottana.
Ég mun aldrei vilja vera með skegg aftur án þess að nota þessar vörur.

Fyrir utan alla kostina hér að ofan er lyktin af þessum vörum sjúklega góð.

– Hannes Pétur

Þar hafiði það!

Ég get líka sagt að ég er mjög ánægð að hann noti þessar vörur, núna stingur hann ekki lengur haha

Takk fyrir að lesa elskurnar & við skulum hafa það hugfast að lífið er aðeins dagurinn í dag & dagurinn á morgunn ekki til!

Ykkar