Hárvörur.is var stofnuð og fór í loftið 1.Ágúst 2014 og er rekin af Modus hárstofu (2011). Hægt er að hafa samband við okkur á netfangið Kristrun@harvorur.is /Hermann@harvorur.is , eða í síma: 527-2829 fyrir stofuna/verslun í Smáralind.
Hárvörur.is tekur við kreditkortum frá Visa og Mastercard og notast við örugga greiðslugátt frá Dalpay. Dalpay veitir þriðja aðila aldrei kortaupplýsingar. Þegar greiðslan hefur verið framkvæmd fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á pöntun.
Vörurnar eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Allar vörur eru póstsendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Hárvörur.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Allar vörur eru sendar sem böggull á pósthús og eru þær því allar tryggðar og með sendingarnúmeri.
Sendingartími Íslandspósts á bögglum er 1-3 virkir dagar.
Skilafrestur er 14 dagar frá því að varan berst til kaupanda. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og/eða enn í upprunalegum umbúðum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt innan 7 daga og innleggsnóta gefin út innan 14 daga. Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur til okkar.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.