Snyrtibuddan – Áslaug María

Áslaug María er stofnand beauty tips hópsins á facebook & sálfræðinemi í HR, hún er nýkomin heim frá Rússlandi þar sem hún skellti sér á HM að styðja strákana okkar & hafði gaman af. Ég tók smá viðtal við hana á dögunum & langar að deila því með ykkur.

Hver er þín daglega förðunarrútína? Ef ég mála mig þá er það bara maskari, blanda meiki & bb kremi saman & voila!

Hver er þinn uppáhalds maskari & afhverju? Telescopic frá Loreal, hef notað hann síðan ég var 13 àra & hann er sá eini sem ræður við augnhárin mín en ég er með frekar bein & stutt augnhár.

Hvar verslar þú helst snyrtivörur? Erlendis eða hér heima & afhverju? Ég er fátækur námsmaður þannig ég reyni alltaf að fylla á meik & maskara á Tax Free í Hagkaup, annars bara hér & þar! É ferðast voða lítið þannig ég versla mest heima.

Hvaða hárvörur hefurðu verið að nota mest undanfarið? Ég er frekar vanaföst, en ég ráðlegg mig alltaf við Hemma í Modus. Ég notast Sebastian sjampóið & næringuna, SP hárolíuna & hármaskann í Luxe Oil línunni. Síðan er ég líka að nota fjólubláa sjampóið frá REF & ekki má gleyma hitavörninni frá REF.

Áttu þér uppáhalds hárvöru? Klárlega SP olían, gæti ekki verið án hennar & djúpnæringin í sömu línu. Ég hef notað þetta tvennt í 2 ár & hárið mitt hefur aldrei verið betra!

Hvað ertu alltaf með meðferðis í handtöskunni þinni? Lykla, tyggjó, greiðslukort & símahleðslutæki

Ef þú mættir einungis nota bara eina snyrtivöru & bara eina hárvöru það sem eftir væri, hvaða vörur yrðu fyrir valinu? Hyljari & ef sjampó/næring telst ekki með þá væri það SP olían.

Hvernig kom hugmyndin af beauty tips & er hópurinn að taka mikinn tíma frá þér? Mig langaði að stofna vettvang þar sem konur gætu skipst á ráðum um hvar væri hægt að versla snyrtivörur & fleira! Varðandi tímann, þá getur tekið tíma að sinna hópnum, en ætli ég sé ekki bara vön því.

Lýstu þér í 5 orðum: Fyndin (hehe), dugleg, skipulögð (miðað við að vera með ADHD), þrautseig & skilningsrík.

3 hlutir sem þú getur ekki lifað án: Vinir, fjölskyldan & síminn minn!

Ég þakka Áslaugu kærlega fyrir spjallið & bendi þeim sem ekki eru í beauty tips hópnm á facebook að biðja um aðgang, mjög margt nýtilegt þar.

Þangað til næst – Munum að brosa <3