Snyrtibuddan – Fanney MUA

Fanney Skúladóttir er virkilega fær förðunarfræðingur & heldur úti snapchataðganginum fanneymua.

Ég fékk að kíkja aðeins í snyrtibudduna hennar & fékk hana til þess að svara nokkrum spurningum um hennar förðunar – & hárrúttínu.

1. Hver er þín daglega förðunarrútína?

Ég legg mikið upp úr góðum undirbúning á húðinni og nota gott augnkrem og rakakrem. Næst nota ég farðagrunn (e. primer), bæði grunn sem fyllir upp í fínar línur og húðholur og grunn sem gefur húðinni fallegan ljóma. Dags daglega nota ég ekki mikið af farða en ég nota alltaf hyljara, kinnalit, ljómapúður, maskara og gloss.

2. Hver er þinn uppáhalds maskari & afhverju?

Síðustu mánuði hef ég verið að nota Wunderextensions frá Törutrix.is. Þessi maskari er klárlega orðinn einn af mínum uppáhalds! Burstinn er langur og mjór sem hentar mjög vel fyrir neðri augnhárin. Formúlan þykkir og lengir en það sem gerir þennan betri en marga aðra er að formúlan molnar ekki eða smitar frá sér og augnhárin haldast jafn falleg yfir allan daginn.

3. Hvar verslar þú helst snyrtivörur?

Ég versla mikið á netinu. Við erum svo heppin að það er tryllt úrval af snyrtivörumerkjum hér á landi og við eigum ótrúlega flottar íslenskar snyrtivöru-netverslanir, úrvalið getur ekki verið betra!

4. Hvaða hárvörur hefurðu verið að nota mest undanfarið?

Ég hef verið í Nioxin meðferð síðustu vikurnar. Ég er með barn á brjósti og á síðustu brjóstagjöf var ég að díla við mjög mikið hárlos þannig ég ákvað að prófa Nioxin sjampó, hárnæringu og froðu. Þessi meðferð styrkir hárið og dregur úr hárlosi og hárþynningu. Ég er strax farin að sjá mun, það er nóg af nýjum hárum að myndast og hárlosið er lítið sem ekkert.

5. Áttu þér uppáhalds hárvöru?

Síðustu daga hef ég verið að elska Leave In Conditioner frá REF. Ég er með mjög krullað, úfið og þurrt hár og á oft erfitt með að ráða við það eftir sturtu. Þetta hárnæringarsprey nota ég bæði í blautt og þurrt hárið, það verður auðveldara að greiða í gegn og hárið fær fallegan glans.

6. Hvað ertu alltaf með meðferðis í handtöskunni þinni?

Ég er ótrúlega sjaldan með handtösku á mér en ég er alltaf með kortin mín, bíllyklana og símann í vasanum.

7. Ef þú mættir einungis nota bara eina snyrtivöru & bara eina hárvöru það sem eftir væri, hvaða vörur yrðu fyrir valinu?

Ef ég mætti bara velja eina snyrtivöru þá væri það All Hours hyljarinn frá YSL, hyljari einn og sér getur bjargað vel úldnum dögum! Hárvara væri líklega REF Dry Shampoo. Ég get ekki verið án þurrsjampó, það gerir kraftaverk á óspennandi hárdögum og gefur hárinu mínu fallega fyllingu.

8. Hver er þín kvöldrútína?

Rútínan mín byrjar yfirleitt á Take The Day Off andlitshreinsi frá Clinique. Hreinsirinn bókstaflega bræðir allan farða af andlitinu. Næst skola ég andlitið með volgu vatni og nota Clarisonic Aria hreinsiburstann ásamt hreinsigeli til að djúphreinsa húðina. Venjulega nota ég næst augnkrem og andlitskrem en 1-2x í viku leyfi ég mér að nota rakamaska yfir nóttina. Watermelon Glow Sleeping Mask og Origins Drink Up – Intensive eru í uppáhaldi.

9. Auðvelt förðunarlook sem allir geta gert?

Ég myndi segja að létt ljósbrúnt smokey væri eitthvað sem flestir ættu að ráða vel við, það sem skiptir mestu máli er að eiga einn góðan blöndunarbursta, hann gerir kraftaverk!

10. Áttu eitthvað leynitrix í pokahorninu handa okkur hinum?

leynitrix væri helst að hugsa vel um heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Fegurðin kemur að innan og það skiptir máli að líða vel í eigin skinni.

11. Er eitthvað spennandi á döfinni hjá þér á næstunni?´

Ég er í fæðingarorlofi þessa dagana en með margt í bígerð og alltaf nóg um að vera á snappinu – fanneymua.

Takk innilega fyrir spjallið elsku Fanney & njóttu þín í fæðingarorlofinu !

Þangað til næst, verum góð við hvort annað

x x