Snyrtibuddan – Rebekka Einars

Rebekka Einarsdóttir er stelpa sem ég er búin að fylgjast með á instagram, snapchat og á hennar eigin bloggi mjög lengi. Hún er ótrúlega fær förðunar- og snyrtifræðingur. Hún lærði förðunarfræði í Airbrush & Makeup School árið 2012, kláraði snyrtifræði í Snyrtiskólanum í Kópavogi 2015 og lauk sveinsprófi 2016. Í dag starfar hún á Snyrtistofunni Dimmalimm. Ég fékk að spurja hana nokkra spurninga um förðun, húð og hár.


Hvernig farðaru þig daglega?

Oftast gef ég mér bara tíma í húðrútínuna og sólarvörn en ef ég mála mig þá er það oftast frekar einfalt, sérstaklega á venjulegum vinnudögum. Þá kýs ég léttan farða, Teint Idole Ultra Wear Nude frá Lancome hefur verið minn go-to undanfarið og hyljarar eins og t.d. Toucé Éclat High Cover frá YSL. Ég nota alltaf bronzer, kinnalit og ljóma ef ég set á mig farða og nota mikið BFF paletturnar frá Becca Cosmetics í það. Í augabrúnirnar nota ég oftast bara eitthvað gel eins og t.d. Urban Decay Brow Endowed, það er eins og Volume hársprey fyrir augabrúnirnar og gerir þær bigger & bolder.

Hverjar eru þínar uppáhalds hárvörur?
Sérum Thérapiste frá Kérastase og Masque Extentioniste hafa verið í uppáhaldi lengi, 450° Protect hitavörnin frá Sexy Hair, REF Hold & Shine hárlakkið svona til að nefna nokkar.


Hverjar eru þínar uppáhalds húðvörur?

Það er afar erfit að segja en líklegast 2% BHA vökvinn frá Paula‘s Choice, Active Pureness hreinsirinn, Hydramemory maskinn og Renight næturkremið frá Comfort Zone.

Hvar verslaru helst snyrtivörur (húð/förðun)?
Það er mjög mismunandi, ég versla mikið erlendis í verslunum eins og Sephora og Selfridges en ég versla líka mikið á netinu og í verslunum hérna heima. En ef ég ætti að taka saman hvar ég hef eytt mestum pening þá er það líklega Sephora.

Áttu eitthvað gamalt förðunarslys eða hárslys?
Ekkert eftirminnilegt nema þessi klassíska breyting á smekk og tísku. Á tímabili var ég með pakkalitað,líflaust, kolsvart hár, ræmu mjóar augabrúnir og að minnsta kosti fjórar umferðir af brúnkukremi. Mér fannst það mjög flott og myndi ekki telja það „slys“ en ég færi kannski ekki aftur í þann pakka.

Hvaða vöru hár/húð gætir þú ekki verið án?
Hydramemory rakamaskinn frá Comfort Zone er eitthvað sem ég hef alltaf átt í mörg ár, það væri erfitt að vera án hans. Fyrir hárið hef ég farið í gegnum nokkrar túbur af Sérum Thérapiste frá Kérastase og kaupi það alltaf aftur.

Hvað ertu alltaf með í veskinu/töskunni?
Pressaða púðrið frá Charlotte Tilbury, varasalva, alltof marga varaliti/glossa og augnháralím.

Ertu með einver leynitrix sem tengjast förðun, húð eða hári?
Fáðu ráðleggingar hjá fagmanni. Það er svo ótrúlega auðvelt að velja rangar vörur sem henta ekki og geta gert meiri skaða en gagn.

Hvað finnst þér möst fyrir sumarið (húð/makeup/hár)?
Fyrst og fremst þá er sólarvörnin auðvitað mikilvægust og fer ég ekkert án hennar. En afþví að ég fer ekki í sólbað eða ljós þá hef ég verið mikil brúnkukremsfantaic og gæti ekki verið án White To Brown Tanning Mist. Í förðun nota ég meira af kremvörum, léttari farða og mikið af ljómavörum. Ég elska bronzed, sólkyssta húð allan ársins hring en sérstaklega á sumrin.

Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með Rebekku og mæli með að þið gerið það líka <3 Þið finnið hana á instagram undir rebekkaeinars eða á blogginu hennar www.rebekkaeinars.com