Snyrtibuddan upp á fæðingardeild

Á flestum bumbuhópum kemur upp sú umræða þegar líða fer að settum degi, hvað skuli taka með upp á spítala. Jú, auka föt, bleyjur, hleðslutæki til að nefna einhver dæmi en oft virðist gleyma hvað á að fara í snyrtibudduna.

Þegar ég átti fyrsta barnið mitt hafði ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að taka með, og allt virtist vera óþarfi nema tannbursti og tannkrem. Ég ætlaði að passa mig að pakka ekki neinum óþarfa hlutum með sem endaði svo á því að ég var hringjandi í mömmu hægri vinstri að biðja hana um að koma með eitthvað sem gleymdist.
 Í þetta skiptið ætla ég að vera betur undirbúin á öllum sviðum, síðast þegar ég átti var dvöl mín á spítalanum talsvert lengri en ég hafði búist við í byrjun og til að vera hreinskilin.. talsvert lengri en ég kærði mig um. Mig langaði að komast heim til mín í almennilega sturtu og fá að njóta þess að kúra með gull fallegu stelpunni sem ég var að kynnast eftir 9 mánuði af bið.

Mig langar að deila með ykkur vörunum sem ég mun hafa með mér í snyrtibudduna upp á fæðingadeild og ástæðuna fyrir því að ég vel þessar vörur.

Í hríðum

Í hríðum voru tveir hlutir sem mér fannst nauðsynlegir. Varasalvi og krem!


Þegar ég fór af stað í síðustu fæðingu fór ég með það hugarfar að ég ætlaði ekki að plana neitt fyrirfram og þá sérstaklega þegar það kom að verkjalyfjunum. Ég var opin fyrir því að fá mænudeyfinguna ef þetta yrði óbæranlegt en ég vildi ekki að mér væri boðin hún eins og smartís.
 Það sem mér fannst hjálpa mér mest í gegnum hríðarnar var í fyrsta lagi að stjórna önduninni. En svo þar strax á eftir var það fótanuddið og baðið.

Kæra verðandi mamma, sama hversu asnalega þetta hljómar, njóttu þess að vera í hríðum. Njóttu þess að láta þá sem eru viðstaddir dekra við þig eins og drottninguna sem þú ert. Það ætla ég allavega að gera

Fyrsta varan sem ég ætla tala um er REF Wonderoil en hún hefur einmitt verið í miklu uppáhaldi þessa dagana. Olían mun fá að þjóna tveimur mikilvægum tilgöngum á fæðingardeildinni. Númer eitt til að halda hárinu mínu áfram góðu, númer tvö til að láta nudda mig! Og já ég veit hvað þú ert að hugsa, hárolía til að láta nudda sig? Já þessi olía inniheldur nefninlega stút fullt af nærandi efnum sem mýkir húðina. Svo þessi vara nær að slá tvær flugur í einu höggi!
Eins og ég nefndi áðan voru það tveir hlutir sem voru nauðsynlegir, seinni er varasalvi.
Við höfum margar talað um

það á ýmsum mömmu síðum hvað við sáum eftir því að hafa ekki tekið varasalva með. Ég veit ekki afhverju það er að varirnar skrælna gjörsamlega upp! Kannski er það útaf andadrættinum eða glaðloftinu, en í mínu tilfelli þornaði ég svo illa upp á vörunum (og já ég nagaði þær líka) að mér leið eins og þær voru eitt stórt sár.

Í snyrtitöskunni minni verður lip balm frá mavala. Ég prufaði hann fyrst í byrjun árs 2019, þegar það var enþá kalt úti og veðrabreytingarnar voru að byrja. Ég hugsa það að ef þessi varasalvi náði að bjarga mér í gegnum þann tíma, nái hann að halda vörunum mínum smooth í gegnum fæðinguna. Formúlan í varasalvanum er geðveik, hann er ekki of feitur þannig hann rennur allur til, en ekki of stífur þannig það sé erfitt að setja hann á, eiginlega bara mitt á milli sem mér finnst virka best. Varasalvinn sér bæði um að vernda og laga þurrar varir (og treystið mér.. hann sér um það), það er mjög væg vanilu lykt af honum, sem mér finnst henta líka mjög vel því allar lyktir fóru rosalega illa í mig.

Hárteygjur er líka eitthvað sem má ekki gleyma, bæði í hríðum og eftir fæðingu. Það er svo þægilegt að geta hent hárinu upp í snúð eða tagl og þurfa ekki að vera með hárið í andlitinu í átökunum við að koma barni í heiminn.

Fyrsta sturtan
Fyrsta sturtan eftir fæðingu er algjör draumur. Ég var mun lengur uppá spítala með fyrsta barn en ég bjóst við, til að byrja með var herbergið sem við vorum í með lítilli sturtu, krafturinn á vatninu var lítill sem enginn og það var frekar þröngt inná baðinu.
Eftir 3 daga í gangsetningu, tíu tíma í hríðum var ég vægast sagt orðin sveitt. Ekki gerði það neitt skárra að ég mátti ekki standa upp úr rúminu í dágóðan tíma eftir að ég átti þar sem fæðingin gekk frekar brösulega í endan. 
En fyrsta sturtan, vá, hvað hún var mikið himnaríki! Ég var nú ekki að taka mér klukkutíma í sturtunni þar sem spennan var of mikil að fá að komast aftur upp í rúm og kúra með þessari pínu litlu manneskju sem ég hafði gengið með í 9 mánuði.

Ég vildi taka með mér sjampó og hárnæringu sem væri sem náttúrulegust en á sama tíma hentar hárinu mínu. Þá varð mér strax hugsað til REF vörulínunnar, en ég hef verið mikill aðdáandi af REF vörunum síðan ég kynntist þeim fyrst.

Intense hydrate línan mun því koma með mér upp á fæðingadeild, auðvitað í travel size umbúðum til að spara plássið í töskunni.
Sjampóið og hárnæringin veitir hárinu mikin raka ÁN þess að þyngja það, nærir hárið vel og gefur því fallegan gjáa. Formúlan í þessari línu sér til þess að veita hárinu langvarandi raka og kemur í veg fyrir rafmagnað hár.

Ég ætla líka að taka hármaskan úr Intense hydrate línunni með mér, maskinn þarf að bíða í um 3-10 mínútur í hárinu. Hann verndar, bætir og styrkir hárið ásamt því að hann verndar litinn í hárinu þínu. Þessi maski er algjör raka bomba!
PSST, REF vörulínan er líka bæði vegan og cruelty free.

Þurrsjammpó er líka eitthvað sem mér finnst mikilvægt að taka, sumar konur kjósa það að nota þurrsjammpó og þrífa hárið almennilega þegar þær koma heim. Ég ætla taka bæði sjammpó og þurrsjammpó því eins og ég kom inná í byrjun var dvöl mín á spítalanum talsvert lengri en ég hafði búist við í fyrri fæðingu. Ég held það hafi liðið tveir eða þrír dagar þar til ég komst loksins fyrst í sturtu eftir að ég kom upp á spítala svo það hefði verið mjög hentugt á þeim tíma að hafa með mér þurrsjammpó.

Ég kynntist þurrsjampóinu frá REF núna í byrjun sumars, það hefur staðist allar mínar væntingar, það dregur í sig alla húðfitu og gefur hárinu fallega lyftingu, svo ég hugsa ég haldi mér bara við það áfram.

Andlitið
Ég mun bara taka með mér tvo hluti sem tengjast umhirðu andlitsins, enda finnst mér enginn þörf fyrir að taka neitt meira með.

REF cleansing face wash er einn besti andlits hreinsir sem ég hef prufað. Rétt eins og með hárið þá vill maður fá að þrífa sig eftir þessi átök við að koma barni í heiminn, eflaust margar mömmur sem fara líka af stað í fæðingu með farða á sér sem er allur kominn í klessu eftir fæðinguna. Þessi andlits hreinsir frískar vel upp á húðina, það þarf mjög lítið af honum til að ná miklu svæði á húðinni svo hann endist vel og lengi. Það sem mér finnst líkaæðislegt við þennan hreinsi er að hann þurrkar ekki upp húðina mína, heldur heldur hann rakastiginu í húðinni réttu.

Seinni varan er REF dagkrem, ég hef verið að nota dagkrem frá ref núna í um níu mánuði, eða alveg frá því ég varð ólétt. Húðin mín varð mjög slæm þegar ég varð ólétt útaf hormónabreytingum í líkamanum, hún var of þurr á sumum stöðum en of feit á öðrum, á hverjum degi vaknaði ég og horfði á hana verða verri og verri.
Það tók mig kannski um tvær vikur að ná að „laga“ húðina eftir að ég skipti út dagkreminu mínu (og hreinsinum reyndar líka) fyrir REF. Ég sá mun á húðinni mjög fljótt og ég hef ekki viljað skipta yfir í aðrar vörur síðan þá.
Dagkremið þjónar miklum tilgangi fyrir húðina okkar, enda ekki bara krem sem þú smyrð í andlitið til að fríska upp á þig. Það bætir húðina með því að ýta undir collagen framleiðslu, gefur húðinni raka og ver húðina.

Tips fyrir þig

Skrifaðu niður lista af því sem þú ætlar að taka með upp á spítala, hvað þú ætlar að taka fyrir barnið og pabban. Það getur komið í veg fyrir að þú of pakkir í töskuna og þá hefuru betri yfirsýn yfir það hvað þú ert með.
Snyrtivörur í travel size formum, það getur sparað þér mikið pláss í töskunni.

Fáðu að skoða fæðingaraðstöðuna þar sem þú ætlar að eiga og fáðu að vita hvað spítalinn bíður uppá, t.d. bleyjur fyrir barnið, spítalaföt, handklæði. Það getur líka hjálpað þér við að sjá hvað þú þarft að hafa með og hvort þú sért að pakka niður of miklu.

Dekraðu við þig áður en barnið fæðist. Síðasti spölurinn á meðgöngunni virðist aldrei ætla enda, en það er magnað hvað einn dekur dagur getur endurnært mann mikið. Pantaðu þér tíma í litun og klippingu, hárþvott eða snyrtingu, gerðu eitthvað fyrir þig.

Spítalataskan
Ég tók saman fimm mikilvægustu vörurnar í snyrtitöskunni til að hafa með upp á fæðingadeild og í samstarfi við harvorur.is skelltum við þeim saman í pakka sem er nú á 20% afslætti!
Ég er mjög ánægð með þennan pakka sem ég tók góðan tíma í að velja í, en hann inniheldur einmitt bara vörur sem ég hef persónulega prufað og hef haft góða reynslu af.
Þið getið klikkað hér til að skoða pakkan.