Ef ég er með svart hár og langar til að lýsa það ?

Ef þú ert með svart hár er ekki hægt að lýsa það nema í mörgum skrefum og tekur það oft marga mánuði (ef þú málar yfir svartan vegg þarf að fara margar umferðir til að hann verði hvítur). Oft spila margir þættir inní t.d. , búðarlitir er þeir eru erfiðast að ná úr. Flestir lita hreinsar eru með einhverskonar amoníaki og þurrkar ALLTAF amoníak hárið og þess vegna er þetta gert í mörgum skrefum svo hárið skemmist ekki. Best er að kaupa góðan hármaska og setja í nokkur kvöld fyrir svo hárið þoli álagið.

 

Hárið mitt er alltaf rafmagnað. 

Hár sem er mikið rafmagnað er oft mjög fíngert hár. Oft vantar okkur bara raka í hárið því hér á Íslandi getur komið sól,rigning og snjór sama dag og er þvi rakastigið aldrei nokkuð jafnt. Þess vegna er gott að eiga gott raka sjampó og næringu. Ef það er nægur raki í hárinu er það ekki að rafmagnast og þú ræður miklu betur við hárið þitt. Mæli líka með að eiga gott smoothing krem og nota eftir blástur og þá leggjast litlu hárin ennþá meira niður og kemur fallegur glans yfir.

 

Hárið mitt fitnar alltaf svo þó ég þvoi mér 2 á dag

Ef hárið fitnar mjög fljótt er gott að eiga hreinsisjampó og nota það með venjulega sjampóinu sínu og reyna samt að draga úr þvottunum því oftar sem þú þværð hárið því meira framleiðir það fituna.

 

Ég er að reyna safna hári og ekkert gengur hvað get ég gert ?

B vítamín er mikilvægt fyrir ýmsa líkamsstarfsemi og viðheldur einnig vexti hárs og er þess vegna mjög mikilvægt að taka inn B vítamín ef þu vilt safna meira hári eða flýta smá fyrir. Ath að oft gerist ekkert fyrr en eftir 3-4 vikur þegar þú ferð að sjá mun á hárinu svo þið verðið að vera pínu þolinmóðar. B vitamín fæst i öllum helstu apótekum og matvöruferslunum.

 

Ég er með svo mikið hárlos. Er hægt að laga það ?

Hárlos er algengt vandamál hjá Íslenkum stelpum. Hárlos getur stafað af vöðvabólgu sem leiðir alveg upp í höfuðleður og er þá ekki nægilega mikið blóðflæði og losnar hárið. Mataræði getur lika spilað inní. slæmt mataræði veldur hárlosi.  Sterk lyf geta valdið hárlosi og löng lyfjameðferð. Á brjóstagjafa timablinu er algengt að margar konur finni fyrir hárlosi og er hárlosið oft á tíðum alveg hátt upp í 2 ár frá brjóstagjöf. Oft er gott að nudda hársvörðin í hvert skipti sem þú þværð hárið til að auka blóðflæðið og nota sérstakar hárvörur sem tengjast hárlosi td eins og Nioxin meðferðinar. Ef þau efni virka ekki er oft eitthvað meira sem er að og er gott að hafa í huga að fara til síns heimilislæknis og leita ráða eða lyf.

 

Ég er með hárlengingar og var sagt að ég mætti ekki nota Bed Head vörurnar :/ 

Auðvitað máttu nota Bed head vörurnar.

 

Hvað á ég að láta djúpnæringuna liggja í hárinu lengi ?

Það fer allt eftir hverju merki fyrir sig. Oft er gott að setja djúpnæringuna eða hármaskan í hárið og setja poka yfir, handklæði og horfa á einn þátt og skola svo úr.