Þurrsjampó frá REF

Ég er mikill aðdáandi þurrsjampóa þá sérstaklega því ég hef verið vön því að þvo hárið mitt með sjampói hvern einasta dag sem eins og margir vita fer ekki vel með hárið.

Ég ákvað um daginn að prófa þurrsjampó frá merkinu REF sem er selt í Modus í Smáralind og þetta er strax orðið uppáhaldið mitt. Ég hef allavega ekki notað neitt annað þurrsjampó eftir að ég fékk mér þetta.

Ég fer í sturtu hvern einasta dag en er farin að þvo hárið mitt með sjampói annan hvern dag, þess á milli nota ég bara næringu og ef mér finnst hárið mitt virka skítugt eða fitugt þá spreyja ég bara smá þurrsjampói í rótina. Það dregur alla umfram olíu úr hárinu og gerir hárið hreinna, ferkskara og gefur hárinu um leið meiri fyllingu.

Mér finnst líka stór plús við það, að það er engin yfirþyrmandi lykt af því þar sem mér finnst stundum ekkert það góð lykt af öllum þurrsjampóum og því er geggjað að vera loksins búin að finna gott þurrsjampó sem lyktar vel og er ekki með yfirþyrmandi lykt.

Þurrsjampóið frá REF er úr complete care línunni sem er 100% vegan og cruelty free.