Travel sized vörur sem eru möst have í sumarfríið

Fyrir kannski 3 vikum síðan settist ég upp í bílinn minn og horfði á tréin fyrir framan mig sem voru allt í einu orðin græn. Hvenær gerðist það? jæja þetta þýðir bara eitt, sumarið er að koma og sumarfríið rétt handan við hornið.

Margir eru ábyggilega búnir að plana sitt sumar, hvort sem þú ætlar til útlanda eða útilegu, sumarbústað eða kíkja til ættingja hinum megin á landinu er alltaf gott að fara vel yfir hvað þú pakkar niður með í ferðina.

Ég ætla fara yfir nokkrar travel size hárvörur sem eru algjör snilld að taka með í ferðalagið. Þær eru bæði ótrúlega vandaðar vörur og fyrirferðalitlar í töskunni.

75ml þurrsjampóið er fullkomið með í ferðalagið. Ég hef verið að nota þessa vöru núna í 3 vikur minnir mig og ég er impressed!
Hárið mitt verður mjög feitt og það mjög fljótt, ef það er heitt úti (á íslandi) þá tekur það kannski hálfan dagin fyrir hárið mitt að verða feitt, en þetta þurrsjampó hefur hjálpað mér virkilega mikið.

Þetta sjampó hentar vel fyrir þá sem ætla vera mikið í sundlauginni í sumar, það sem er líka æðislegt við travel size sjampó og bara travel size vörur yfir höfuð er að það eru minni líkur á að þær „springi“ í flugi.

Intense hydrate – Þessi formúla er hönnuð til að vernda, styrkja og halda raka í hárinu. 


Illuminate colour – Verndar, styrkir og gefur hárinu fallegan gjáa 


Ultimate repair – Formúlan er sérstaklega gerð til að vernda, styrkja og endurbyggja þurrt og skemmt hár. Fulkomið fyrir efnameðhöndlað hár


Weightless volume – Hentar vel fyrir fínt eða þunnt hár þar sem þessi formúla er gerð til að lyfta upp byggingu hársins
 og öll ref sjampóin eru auðvitað sulphate laus.

Þessi olía er algjört must have á þessum tíma árs. Varan hentar í allar hártýpur, olían veitir ótrúlega mýkt í hárið á meðan það styrkir það með Quinoa próteini.
Olían verndar hárið frá UV geislum og gegn öldrun.

Hafiði lent í því að hárspray lekur í flugi í töskunni? Ég hef lent í því, EKKI góð skemmtun.
Þetta hárspray er frábært að taka með í flug þar sem það á í minni hættu en hárspray í stærri umbúðum á að leka.
Jet set hársprayið er með virkilega vandaða formúlu sem gefur hárinu guðdómlega lykt og skilur það eftir áþreifanlegt með léttu yfirbragði.

Ég er þessi týpa að ég nennti aldrei að taka sjampó og hárnæringu brúsana eða farðahreinsinn minn með í flug heim, mér fannst þetta bara taka of mikið pláss frá nýjum fötum sem ég var búin að versla mér. Travel size vörurnar hefðu þá hentað mér vel, þar sem ég henti hálf fullum flöskum og brúsum.

Það geta allir fundið vörur fyrir sína hártýpu harvorur.is hvort sem þú ert barn eða fullorðinn, karl eða kona, litað eða ólitað hár.

Úrvalið er mjög fjölbreytt og hef ég hingað til ekki fundið neina vöru sem mér líkar ekki við. Svo ég mæli með því að þú byrgir þig vel upp fyrir sumarið af hágæða vörum á góðu verði hér á harvorur.is