Húðvörur

Við leggjum okkur fram við að veita sem bestar upplýsingar um vörurnar á Hárvörur.is ásamt því að deila ýmsum fróðleik um hárumhirðu í formi greina á heimasíðunni. Viðskiptavinum okkar er velkomið að senda okkur fyrirspurnir og fá persónulega ráðgjöf.

Þegar viðskiptavinir okkar versla af Hárvörur.is þá geta þeir treyst því að þeir séu með topp vörur í höndunum. Öll vörumerki sem fyrirtækin okkar flytja inn og selja eru prófuð af teymi okkar til að tryggja að þau mæti okkar gæðastöðlum og séu örugg í notkun. Við bjóðum eingöngu upp á vörumerki sem okkar eigin Modus fjölskylda myndi nota og mæla persónulega með.

Litað hár

Hárvörur.is er í eigu íslenska fyrirtækisins Modus LH ehf. sem var stofnað 2011. Modus LH ehf. starfar innan  hár- og snyrtigeirans. Hárvörur.is er vefverslun sem fór í loftið í ágúst 2014 og svaraði kalli neytenda eftir hágæða hárvörum á einfaldan og þægilegan máta.

Það er markmið okkar hjá Modus LH og Hárvörum.is að styðja okkar viðskiptavini í því að láta þá fegurð sem þeir búa yfir nú þegar að njóta sín. Það gerum við með því að færa þeim fyrsta flokks vörur á samkeppnishæfu verði. Við trúum því að hágæða hár- og snyrtivörur ættu að vera aðgengilegar fyrir sem flesta samhliða góðri þjónustu og þekkingu.

Þegar vefverslun fór að færast í aukana fyrir nokkrum árum og fólk nýtti sér þann möguleika í auknum mæli að geta versla á netinu og fá vörurnar sendar heim ákváðu eigendur Modus LH að bregðast við. Á þessum tíma var takmarkað úrval af hárvörum í þeim gæðaflokki sem Hárvörur.is býður upp á til sölu um land allt. Með því að setja heimasíðuna í loftið var öllum landsmönnum loksins gefinn kostur á fyrsta flokks hár- og snyrtivörum á frábæru verði sem hægt var að versla úr stofunni heima hjá sér.

Hárvörur

Allar okkar vörumerkjalínur verða að geta sýnt fram á staðfestingu þess efnis að framleiðsluferlið og gæði varanna sé í raun og veru eins og haldið er fram.  Þá prufar Modus fjölskyldan vörurnar áður en þær eru settar í sölu og það verður að vera að minnsta kosti 90% ánægja innan hennar til þess að vörurnar séu teknar inn.

Allar vörur okkar verða að vera lausar við dýranýð í framleiðsluferli og framleiðandinn verður að geta sýnt fram á virka umhverfisáætlun með skýrri framtíðarsýn um að ætla að framleiða áfram á sem umhverfisvænstan máta.