Screenshot 2015-06-21 19.12.35Hárvörur.is er vefsíða sem fór í loftið í ágúst 2014 og mun hún svara þar með þörfum fólks sem vill versla hágæða hárvörur og aðra hluti tengda hári á einfaldan hátt.

Það hefur færst i aukana undanfarin ár að fólk nýti sér þann möguleika að versla í gegnum netið og fá vörurnar sendar heim; hentar þetta ekki síst þörfum fólks úti á landi. Á hárvörur.is verður fróðleikur og greinar um vörurnar og allt tengt góðri umhirðu hárs. Fólki er velkomið að senda okkur fyrirspurnir um vörurnar og fá persónulega ráðgjöf. Við verðum með vörur frá Tigi, svo sem Bed head, B for men, og S factor en einnig D:fi , Sebastian, Nioxin, SP og Wella professional.