Uppáhalds í september

Estée Lauder – Double Wear Stay-In-Place
Mér finnst þetta meik æðislegt og elska hvernig ég get ráðið þekjunni. Ég set oftast bara mjög lítið af meikinu og dreyfi því vel og þá kemur létt og falleg þekja. Einnig helst farðinn ótrúlega vel og mattur allan daginn.

REF – Wonder Oil
Ég er búin að vera að nota þessa olíu frá REF í hárið frekar lengi og gerir hún hárið silkimjúkt og styrkir hárið í leiðinni. Einnig þá endist hún ótrúlega lengi!

MAC – Prep+Prime Highlighter
Ég dýrka þennan penna frá MAC og finnst ótrúlegt að ég hafi ekki sett hann áður í uppáhalds þar sem ég nota hann ótrúlega mikið og er ný búin að kaupa mér refill. En ég á litinn Radiant Rose og nota hann lang mest til að birta til undir augunum.

Becca – Under Eye Brightening Corrector

Þessi Under Eye Brightner er algjör snilld. Ég fékk mér hann í sumar og nota hann nánast alla daga. Hann tekur alveg í burtu alla þreytu og bauga undan augunum og gerir mann miklu ferskari.

Becca – Gradient Sunlit Bronzer
Ég á þennan bronzer í litnum Sunrise Waves og dýrka hann. Hann gefur manni ótrúlega fallegan ljóma og frískar mann vel upp.

KKW Beauty – Juicy Gloss
Ég sagði ykkur frá um daginn að ég pantaði mér vörur frá KKW Beauty og þessi gloss frá strax í uppáhalds. Liturinn er ótrúlega fallegur og helst vel á.

Becca – Liptuitive Glow Gloss
Nýlegur gloss frá Becca sem ég er búin að nota svoooo mikið. Ég elska hvað hann aðlagast hverjum og einum og gefur mér léttan bleikan lit. Einnig nærir hann varirnar svo ótrúlega vel og er ótrúlega mjúkur.