Uppáhaldshárvara janúarmánaðar – Valkyrja Sandra

Ég byrjaði snemma árið 2016 að þvo hárið mitt bara einu sinni til tvisvar í viku.

Eftir það er ég búin að prófa ótrúlega mörg þurrshampoo en alltaf endað með að henda þeim bara, annaðhvort vegna þess að þau ilma svo svakalega eða vegna þess að mér hreinlega klægjar undan þeim – þau gera ekki sitt gagn.

Í Desember fór ég uppá stofu til Hermanns & fékk þurrsjampóið frá REF sem er úr complete care línunni & er 100% vegan & cruelty free.

Ég er búin að nota það síðan & get ekki lýst því hvað ég er ánægð!
Ég er algjör mígrenispési & fæ mjög auðveldlega hausverk af sterkum lyktum en lyktin af REF þurrshampooinu er virkilega mild & þæginleg.

Þurrshampooið dregur í sig alla umfram olíu, gerir hárið hreinna & gefur hárinu sjúklega fallega fyllingu.
Ég nota það oft bara til þess að fá smá hreyfingu í hárið eða bara til þess að “fullkomna lookið”.

Mæli með! Þessi snilld fæst á öllum Modus hársnyrtistofum & hér á hárvörur.is.

Þangað til næst

x x