Uppáhaldsvara febrúarmánaðar

Ég hef alla mína tíð notað endalaust mikið af hárlakki þar sem mér líkar best að vera með frekar úfnar & “crasy” greiðslur.
Samt einhvernveginn var ég alltaf að leita að þessu eina rétta sem ég gæti bara haldið mig við. Ég vill helst geta gert greiðsluna & spreyjað svo yfir & hárið helst á sínum stað!
Ég var farin að halda að þetta væri einhver fjarlægur draumur þar sem hárið lak alltaf niður, aaaalltaf! Samt er ég með mjög gróft hár.

Jææja allavega. Snemma á þessu ári datt ég niðrá Spray and play hárlakkið frá Sexy hair!

Ég er hætt að leita, ég er búin að fara í gegnum einn brúsa & komin með annan.
Þetta er líka gjörsamlega að bjarga mér þess dagana þar sem ég var með aðra hliðina rakaða af & er að safna aftur & guuuð það er svakalega erfitt, en ég spreyja bara dass af þessu í & greiði aftur & voila, best í heimi!

Mæli með!

x x